Ágætu félagsmenn
Stjórn BJÍ mun halda sinn árlega aðalfund mánudaginn 6. desember 2010, kl 19:30 í húsakynnum Mjölnis við Mýrargötu 2, 101 Reykjavík.
í 3. málsgrein 4. gr í stofnsamþykkt BJJ Sambands Íslands(BJÍ) segir
"Aðalfundur BJÍ fer með æðsta vald í málefnum BJÍ. Aðalfund sitja fulltúar frá þeim aðilum, sem mynda BJÍ. Fulltrúafjöldi hvers aðila er ótakmarkaður en hvert félag hefur eitt atkvæði til kosningar um málefni .Til að hafa atkvæðarétt skal félagið sýna fram á virka starfsemi með hið minnsta 20 iðkendur. Séu iðkendur færri fyrirgerir viðkomandi félag atkvæðarétt á aðalfundi. Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á aðalfundi skal tilkynna stjórn BJÍ minnst 21 dögum fyrir hann.
Þá skal stjórn BJÍ tilkynna sambandsaðilum dagskrá fundarins ásamt tillögum og lagabreytingum sem borist hafa í síðasta lagi 14 dögum fyrir hann, sem síðara fundarboð. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað."
Öll þau málefni sem að aðildarfélögin vilja að tekin verið fyrir á fundi þarf því að tilkynna til félagsins eigi síður en mánudaginn 15. nóvember 2010. Erindi skulu berast í tölvupóstfang BJJ sambandsins.
Einnig vill stjórn benda á 7. gr stofnsamnings BJÍ
"7. gr.
Stjórn BJÍ skal skipuð 4 félagsmönnum, formaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Skal kjósa bundinni leynilegri kosningu, formann fyrst, síðan meðstjórnanda. Einnig skal kjósa 3 manna mótanefnd og landsliðsþjálfara. Stjórnarmenn eru kosnir til eins árs í senn og eru þeir og formaður kosnir á aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfund þegar þurfa þykir. Daglega umjón sambandsins annast stjórnarmenn BJÍ. Firmaritun sambandsins eru í höndum allrar stjórnar."
Tekið er á móti framboðum í stjórn BJJ sambands Íslands og skal sami frestur gilda og um önnur málefni. Við framboðum er tekið á tölvupóstfangi stjórnar BJJ sambandsins.
Fyrir hönd BJÍ
Hreiðar Már Hermannsson, formaður