28. desember 2010

Uppreisn "Emils"



Kári Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum þyngdarflokki, undir 77 kg, í Swedish Grappling legue finals hjá SGL nú í desember. Mótið þykir mjög erfitt í glímuheiminum og er þessi sigur mikill heiður fyrir Kára.

Aðspurður um hvort margfrægt slagsmálaatriði í Skýjahöllinni hafi kveikt áhugann á sjálfsvarnaríþróttum segir Kári að það sé nú fulllangt síðan hann lék Emil í þeirri mynd. En Kári lék einmitt aðalhlutverkið í Skýjahöllinni, það má segja að barnastjarnan hafi heldur betur snúið við blaðinu eftir að hafa lent undir í rimmu við blaðasala í þeirri mynd. http://www.youtube.com/watch?v=lBdVJW9o3dg

Einnig hefur Kári sigrað fjölmörg mót undanfarið, til dæmis Danish Grappling league og Hayastan Challenge - European championship hjá IBK í október. Grappling 2010 hjá FILA sambandinu í september og landað þriðja sæti á risa mótinu Swedish Open BJJ hjá IBJJF sambandinu í nóvember. Greinilegt er að íslendingar eiga öflugan fulltrúa í greininni.

Kári Gunnarsson er með meistarapróf frá KU í Eðlisfræði og starfar sem sérfræðingur hjá tryggingafyrirtæki í Kaupmannahöfn. Hann hefur æft glímuna í Danmörku samfara námi og starfi undanfarin ár.

Næsta mót hjá kappanum verður svo í janúar í European Open Jiu Jitsu Championship, sem er Evrópumeistaramótið í glímu. Nánari upplýsingar hér, http://www.ibjjf.org/euro11registration.htm

(Myndin með fréttini sýnir Kára að glíma (Kári til vinstri) myndin er tekin af heimasíðu CSA félagsins- http://www.csa.dk/forside.asp)