26. febrúar 2011



Kári Gunnarsson sigraði sinn flokk á Danmerkur meistaramótinu í dag. Þó að Kári sé íslenskur ríkisborgari þá hefur hann búið nægilega lengi í Danmörku til að fá keppnisrétt á mótinu. Danska meistaramótið er haldið af FILA sambandinu í Danmörku. Eins og flestir vita þá hefur Kári verið að standa sig mjög vel á mótum úti og munu gullið á þessu móti og bronsið sem hann vann á opna mótinu síðustu helgi enn fremur stimpla hann inn í fremstu röð glímukappa í Danmörku.

Við óskum Kára til hamingju með árangurinn.