17. nóvember 2011

Nýtt vefsetur BJÍ

Vinsamlegast athugið að BJJ Samband Íslands hefur opnað nýjan vef á slóðinni:

www.bji.is

Framvegis munu allar nýjar fréttir frá BJÍ birtast þar. Gamla vefnum verður eytt fljótlega.
Vekjum einnig athygli á nýju netfangi BJÍ sem er bji@bji.is

13. nóvember 2011

Úrslitin á Íslandsmóti ungmenna í BJJ 2011

Íslandsmeistaramót ungmenna í Brasilísku Jiu Jitsu var haldið í gær, laugardaginn 12. nóvember, en þetta er annað árið í röð sem ungmennamótið er haldið. Alls mættu yfir fimmtíu keppendur til leiks úr Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ og fjöldi fallegra glíma sást á mótinu. Það er afar ánægjulegt hversu vöxtur íþróttarinnar er mikill og ljóst að framtíð íþróttarinnar er björt enda barna- og unglingastarf í BJJ rétt að hefjast hjá félögunum, með þessum líka frábæra árangri. Verðlaunahafa einstakra flokka Íslandsmótsins má sjá hér að neðan en í raun voru allir sigurvegarar á mótinu, keppendur, íþróttin sjálf og félögin sem að starfinu standa.


14-17 ára +88
1. Sigurbjörn (Mjölnir)
2. Kristófer E Grétarsson (Pedro Sauer)
3. Alexander Örn Tómasson (Pedro Sauer)

14-17 ára -88
1. Björn Lúkas Haraldsson (Sleipnir)
2. Daníel Mikaelsson (Pedro Sauer)
3. Bjarki Pálsson (Mjölnir)

14-17 ára -78
1. Marinó Kristjánsson (Mjölnir)
2. Ólafur Kári Ragnarsson (Mjölnir)
3. Helgi Magnús Viggósson (Mjölnir)

14-17 ára -70
1. Bjarki Ómarsson (Mjölnir)
2. Andri Örn Heiðberg (Pedro Sauer)
3. Guðjón Sveinsson (Sleipnir)

14-17 ára -63
1. Aron Elvar Zoega (Pedro Sauer)
2. Alexander Pétursson (Pedro Sauer)
3. Fannar Örn Haraldsson (Pedro Sauer)

14-17 ára -55
1. Kári Eldjárn (Mjölnir)
2. Nikulás Óskarsson (Mjölnir)
3. Guðmundur Óli Ólafarson (Mjölnir)

12-13 ára +50
1. Bjarni Darri Sigfússon (Sleipnir)
2. Rúnar Már Jóhansson (Pedro Sauer)
3. Styrmir Þór Hauksson (Pedro Sauer)

8-11 ára +40
1. Hilmar Þór Magnússon (Sleipnir)
2. Samúel G Luppi (Sleipnir)
3. Hermann Nökkvi (Sleipnir)

8-11 ára -40
1. Andri Freyr Tómasson (Pedro Sauer)
2. Aron V Atlason (Sleipnir)
3. Samúel Ingi Daníelsson (Pedro Sauer)

8-11 ára -35
1. Aron Björn Heiðberg (Pedro Sauer)
2. Gabríel Elí Jóhansson (Pedro Sauer)
3. Viktor Leví Andrason (Pedro Sauer)

KVK eldri -60
1. Andrea Stefánsdóttir (Pedro Sauer)
2. Veiga Dís Hansdóttir (Pedro Sauer)

KVK yngri -50
1. Birta Marin Guðfinnsdóttir (Pedro Sauer)
2. Sædís Karólína Þóroddsdóttir (Pedro Sauer)

Heildarstig félaga
Pedro Sauer 74
Mjölnir 45
Sleipnir 35

8. nóvember 2011

Aðalfundur BJÍ 2011 verður 13. desember

Aðalfundur BJÍ 2011 verður haldinn þrðjudaginn 13. desember næstkomandi í húsnæði Mjölnis (Mjölniskastalanum) að Seljavegi 2 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 20. Fundarboð hefur verið sent formönnum allra aðildafélaga BJÍ. M.a. verða lagðar fram lagabreytingar á fundinum.

Dagskrá aðalfundar:
  1. Setning.
  2. Kosnir fastir starfsmenn fundar
  3. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu sína.
  4. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga sambandsins til samþykktar.
  5. Stjórn leggur fram fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.
  6. Lagðar fram laga- og leikreglnabreytingar.
  7. Lagðar fram aðrar tillögur og önnur mál sem borist hafa til stjórnar.
  8. Álit og tillögur og atkvæðagreiðslur um þær.
  9. Önnur mál.
  10. Kosning stjórnar, og endurskoðenda.
  11. Fundarslit.


6. nóvember 2011

Úrslitin á Íslandsmeistaramótinu í BJJ 2011



Íslandsmeistaramótið í Brasilísku Jiu Jitsu fór fram í dag fjórða árið í röð en keppendur í ár voru rúmlega fimmtíu talsins frá 6 félögum. Margar skemmtilegar og spennandi glímur sáust á mótinu en svo fór að Sighvatur Magnús Helgason í Mjölni og Anna Soffía Víkingsdóttir í Ármanni stóðu uppi sem sigurvegarar í opnum flokkum karla og kvenna. Vinsældir íþróttarinnar fara stöðugt vaxandi hér á landi og miðað við taktanna sem sáust í Íslandsmeistaramótinu í dag er ljóst að gnægð er góðra keppenda sem vafalítið eiga eftir að gera góða hluti bæði hér heima og erlendis á næstu árum. Hér að ofan má sjá þau Sighvat Magnús og Önnu Soffíu, sigurvegarana í opnum flokkum karla og kvenna, með andstæðinga sína í járngreipum. Ljósmyndirnar tók Jóhann V Gíslason.

Verðlaunahafa mótsins má sjá hér að neðan:

Karlar:
-64 kg
1. Axel Kristinsson – Mjölnir
2. Aron Elvar Zoega – Pedro Sauer
3. Bjarki Jóhannsson – Combat Gym

-76 kg
1. Pétur Daníel Ámundarson – Combat Gym
2. Aron Daði Bjarnason – Fenrir
3. Óskar Kristjánsson – Mjölnir

-82,3 kg
1. Arnar Freyr Vigfússon – Combat Gym
2. Daði Steinn Brynjarsson– Combat Gym
3. Helgi Rafn Guðmundsson – Sleipnir

-88,3 kg
1. Eiður Sigurðsson - Mjölnir
2. Sigurbjörn Bjarnason – Mjölnir
3. Svavar Már Svavarsson – Combat Gym

-94,3 kg
1. Sighvatur Magnús Helgason – Mjölnir
2. Davíð Sölvason – Pedro Sauer
3. Hjörtur Ólafsson – Pedro Sauer

-100,5 kg
1. Þráinn Kolbeinsson – Mjölnir
2. Þorvaldur Blöndal – Ármann
3. Ingþór Örn Valdimarsson – Fenrir

+100,5 kg
1. Björn Sigurðarson – Ármann
2. Ívar Þór Ágústsson – Mjölnir
3. Pétur Hafliði Sveinsson – Mjölnir

Opinn flokkur karla:
1. Sighvatur Magnús Helgason – Mjölnir
2. Þráinn Kolbeinsson – Mjölnir
3. Axel Kristinsson – Mjölnir

Konur:
-64 kg
1. Sunna Rannveig Davíðsdóttir – Mjölnir
2. Helga Hansdóttir – Fenrir
3. Berglind Svansdóttir – Mjölnir

+64 kg
1. Anna Soffía Víkingsdóttir – Ármann
2. Anna Guðbjört Sveinsdóttir – Mjölnir
3. Aðalheiður Dögg Ármannsdóttir – Mjölnir

Opinn flokkur kenna:
1. Anna Soffía Víkingsdóttir – Ármann
2. Sunna Rannveig Davíðsdóttir – Mjölnir
3. Helga Hansdóttir – Fenrir

Stig félaga:
1. sæti Mjölnir 74 stig
2. sæti Ármann 30 stig
3. sæti Combat gym 24 stig
4. sæti Fenrir 8 stig
5. sæti Pedro 7 stig
6. sæti Sleipnir 1 stig

17. október 2011

Íslandsmót ungmenna í BJJ verður 12. nóvember

BJÍ stendur fyrir Íslandsmeistaramóti ungmenna í BJJ laugardaginn 12. nóvember næstkomandi. Mótið verður haldið í húsakynnum Pedro Sauer í Hafnarfirði, að Melabraut 17 (Suðurbrautar megin, tveimur húsum frá Holtanesti og ÓB Bensín).

Aldurs- og þyngdarflokkar, glímulengd og fleira

8-11 ára (2000-2003)
-35 kíló
-40 kíló
+40 kíló
Glímulengd 3 mín.
Mæting og vigtun í Gi: 09:30
Keppni hefst: 10:00
Verðlaunaafhending fer fram þegar aldurshópur hefur lokið keppni. 

12-13 ára (1998-1999)
-40 kíló
-50 kíló
+50 kíló
Glímulengd 4 mín.
Mæting og vigtun í Gi: 11:30
Keppni hefst: 12:00
Verðlaunaafhending fer fram þegar aldurshópur hefur lokið keppni. 

14-17 ára (1994-1997)
-55 kíló
-63 kíló
-70 kíló
-78 kíló
-88 kíló
+88 kíló
Glímulengd er 5 mínútur.
Mæting og vigtun í Gi: 13:00
Keppni hefst: 13:30
Verðlaunaafhending fer fram þegar aldurshópur hefur lokið keppni. 

Skráning sendist á johann@gracie.is fyrir klukkan 16:00 föstudaginn 11. nóvember. Eingöngu er tekið við hópskráningu frá aðildarfélögum BJÍ. Ekki er tekið við skráningu frá einstaklingum eða skráningum sem berast eftir að frestur rennur út. Þjálfarar sendið Nafn félags, Nafn þjálfara sem mætir með hópnum, Símanúmer þjálfara GSM, Nöfn, aldur og kennitölur keppenda (já bæði aldur og kennitölu til að fyrirbyggja mistök ef stafsetningarvilla á sér stað). Keppendur verða að vera fæddir á árunum 1994-2003.

Vegna þess hversu fáir kvk iðkendur eru í dag sjáum við okkur ekki fært að bjóða upp á sérstaka kvk flokka heldur er um blandaða flokka að ræða, þ.e. bæði kyn. Ef skráning á mótið gefur tilefni til annars verður þetta þó endurskoðað.

Nánari upplýsingar og keppnisreglur hafa verið sendar á formenn og fulltrúa félaga innan BJÍ.

Mótsgjald er kr. 500 fyrir börn fædd 1998-2003 en kr. 1000 fyrir unglinga fædda 1994-1997.

Með kveðju,
Jóhann Eyvindsson, mótsstjóri.
Daníel Örn Davíðsson, yfirdómari BJÍ.
Haraldur Dean Nelson, formaður BJÍ.

7. október 2011

Íslandsmeistaramótið í BJJ verður 6. nóvember

Íslandsmeistaramót fullorðinna í BJJ verður haldið sunnudaginn 6. nóvember næstkomandi í sal Ármenninga í Laugardalnum þar sem það hefur verið undanfarin ár. Það er salurinn Skellur sem er á neðstu hæð Laugarbóls við hliðina á gervigrasvellinum. Húsið opnar kl. 10:30 og fyrstu glímur hefjast kl. 11:30.

Þyngdarflokkar eru eftirfarandi: 

Karlar
-64 kg    
-70 kg
-76 kg
-82,3 kg
-88,3 kg
-94,3 kg
-100,5 kg
+100,5 kg 

Konur
-64 kg
+64 kg

Jafnframt verður keppt í opnum flokki karla og kvenna. 

Vigtað er í Gi (galla) á mótsdag.

Lágmarksaldur fyrir þátttöku í Íslandsmeistaramóti fullorðna er 18 ára aldur.

Eftirfarandi félög eru með aðild að BJÍ sambandi Íslands og eru því með rétt til þess að senda félagsmenn til þess að keppa á mótum á vegum BJÍ.

Fenrir, Akureyri
Ármann, Reykjavík
Combat Gym, Reykjavík
Mjölnir, Reykjavík
Pedro Sauer, Hafnarfjörður
Sleipnir, Keflavík

Þátttökugjald er kr. 1.500 á keppanda. Keppendur skrái sig hjá sínu félagi. Félögin skulu skila lista með nöfnum þátttakanda og þyngdarflokkum sinna félaga til BJÍ fyrir kl. 13 föstudaginn 4. nóvember. Eftir það er ekki hægt að skrá sig til þátttöku í mótinu.

Nánari upplýsingar og keppnisreglur hafa verið sendar á formenn og fulltrúa ofangreindra félaga.

22. maí 2011

Gunnar Nelson verður eini fulltrúi Íslands á ADCC

Nú er ljóst að Gunnar Nelson (Mjölni) verður eini íslenski keppandinn á erfiðasta glímumóti heims, ADCC 2011, sem fram fer í Nottingham á Englandi 24.-25. september í haust.

Eins og fram hefur komið þá tóku fimm Íslendingar þátt í undankeppni ADCC í Evrópu í Finnlandi í gær, laugardaginn 21. maí, þau Þráinn Kolbeinsson (-99), Sighvatur Magnús Helgason (-88), Axel Kristinsson (-66) og Auður Olga Skúladóttir (+60), öll úr Mjölni, og Arnar Freyr Vigfússon (-77) frá Combat Gym. Þrátt fyrir hetjulega baráttu náði ekkert þeirra að vinna sér keppnisrétt í ADCC að þessu sinni.

Einsog algengt er í uppgjafarglímu var keppnin í Finnlandi með útsláttar fyrirkomulagi. Auður Olga, Axel og Arnar Freyr töpuðu öll fyrstu glímu sínum. Þráinn sigraði sína fyrstu en tapaði þeirri næstu og hinn 19 ára gamli Sighvatur gerði sér lítið fyrir og komst í 8 manna úrslit þar sem hann tapaði fyrir mjög sterkum andstæðingi sem síðar vann brons í flokkum.

Íslensku keppendurnir fengu vafalítið mikla reynslu af þátttöku í þessu sterka móti og nú er bara að fjölmenna til Englands í september og hvetja Gunnar Nelson til dáða en Gunnar keppir í -77kg flokki á mótinu sem almennt er talinn erfiðasti flokkurinn að þessu sinni en ADCC 2011 er talið sterkasta ADCC mótið til þessa. Mjölnismenn munu þegar vera byrjaðir að undirbúa hópferð til að styðja sinn mann þar sem hann etur kappi við sterkustu glímumenn heims.

17. maí 2011

Fimm íslenskir keppendur á ADCC European Trials um helgina


Fimm Íslendingar taka þátt í undankeppni ADCC í Evrópu fer fram í Turku í Finnlandi nk. laugardag, 21. maí. Sigurvegari hvers þyngdarflokks vinnur sér þátttökurétt á ADCC 2011 sem fram fer í Englandi að þessu sinni, dagana 24.-25. september. Af þessum 5 eru 4 úr keppnisliði Mjölnis en það eru þau Þráinn Kolbeinsson (-99), Sighvatur Magnús Helgason (-88), Axel Kristinsson (-66) og Auður Olga Skúladóttir (+60). Þá mun Arnar Freyr Vigfússon (-77) frá Combat Gym einnig keppa í undankeppninni.

Gunnari Nelson hefur þegar verið boðin þátttaka í ADCC 2011 og hann þarf því ekki að taka þátt í undankeppninni. Gunnar mun keppa í -77kg flokki og verður þar í félagskap kappa á borð við Marcelo Garcia, Leonardo Vieira, Kron Gracie, JT Torres, Augusto Mendes, Jorge Britto, Murilo Santana, Enrico Cocco, Vagner Rocha, Takanori Gomi og vini sínum Gregor Gracie, svo fáeinir séu nefndir, en 16 keppendur eru í hverju þyngdarflokki. Þess má geta að Gunnar Nelson hlaut einnig boð á keppnina fyrir tveimur árum (2009). Hann varð þá fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í þessari gríðarlega erfiðu keppni og vakti mikla athygli með því að lenda í fjórða sæti í opnum flokki m.a. með fræknum sigrum á köppum eins og Jeff Monson og David Avellan.

Eins og margir vita er ADCC öflugasta og erfiðasta uppgjafarglímumót heims en það er haldið annað hvert ár og af flestum talið óopinbert heimsmeistaramót í uppgjafarglímu (submission grappling). Mótið var upprunalega haldið í Abu Dhabi en hefur undanfarin ár verið haldið víðsvegar um heiminn og verður nú haldið á slóðum Hróa hattar, í Nottingham á Englandi. Þetta er í annað sinn sem mótið er haldið í Evrópu en síðasta keppni var haldin í Barcelona árið 2009.

26. febrúar 2011



Kári Gunnarsson sigraði sinn flokk á Danmerkur meistaramótinu í dag. Þó að Kári sé íslenskur ríkisborgari þá hefur hann búið nægilega lengi í Danmörku til að fá keppnisrétt á mótinu. Danska meistaramótið er haldið af FILA sambandinu í Danmörku. Eins og flestir vita þá hefur Kári verið að standa sig mjög vel á mótum úti og munu gullið á þessu móti og bronsið sem hann vann á opna mótinu síðustu helgi enn fremur stimpla hann inn í fremstu röð glímukappa í Danmörku.

Við óskum Kára til hamingju með árangurinn.

21. febrúar 2011

Sigurför á Danish Open

Þá er Danish open lokið. Mjölnismenn tryggðu sér 9 verðlaun á mótinu. 4 gull, 1 silfur og 4 brons.

Sighvatur Helgason kom sá og sigraði sigraði -88kg. flokkinn og opnaflokkinn (fjólublátt belti). Sighvatur náði uppgjafartaki á alla sem hann keppti við nema Mjölnismanninn Þráinn Kolbeinsson, en mættust þeir í undanúrslitum í opna flokknum. Sigurjón Viðar Svarvarsson náði gulli í +100 (blátt belti) og í úrslitum sigraði hann keppanda sem var hátt í 40kg. þyngri en hann sjálfur. Þráinn Kolbeinsson sigraði -94kg flokkinn og var í þriðja sæti í opna flokknum (fjólblátt belti). Bjarni Kristjánsson stóð sig eins og hetja í -94 (blátt belti) og tók silfur. Auður okkar át svo bronsið í -64kg (fjólublátt).
Bjarni Kristjánsson nældi sér í brons í opna flokknum og Guðmundur Víglundsson nældi sér í brons í sínum þyngdarflokki. Sigurjón Viðar keppti ekki í opnum flokki vegna meiðsla.

Jósep með gull



Jósep Valur Guðlaugsson, félagi í Mjölni, keppti um helgina á evrópumóti IBJJF og gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk. Jósep keppti í blábeltingaflokki, 30-35 ára, -82,3 kg. Keppendur í flokknum voru 32 talsins.
Í fyrstu glímunni mætti hann Íra (sem æfir með SBG) og var það mjög erfið glíma sem endaði með því að Jósep sigraði með advantage. Í næstu glímu lenti hann líka á móti erfiðum andstæðingi frá Englandi. Jósep sigraði þá glímu með armbar þegar lítið var eftir. Þriðji andstæðingurinn var Brasilíumaður sem Jósep sigraði með rear naked choke. Í úrslitum mætti hann andstæðingi sem var með wrestling bakgrunn. Jósep fór inn í þá glímu með það að markmiði að ná honum þegar hann skyti inn, og það fór eins og hann hafði planað, andstæðingurinn skaut inn og lenti í rammíslenskum guillotine fyrir vikið. Gullið í höfn!
Jósep gekk ágætlega í opna flokknum, vann fyrstu viðureignina á móti keppanda úr -100kg flokki en tapaði fyrir liðsfélaga sínum úr Alliance France í annari glímu.
Jósep æfir um þessar mundir hjá Alliance France, undir leiðsögn Paulo Sergio Santos, svartbeltings frá Brasilíu.
Við óskum Jósep til hamingju með árangurinn.

28. desember 2010

Uppreisn "Emils"



Kári Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum þyngdarflokki, undir 77 kg, í Swedish Grappling legue finals hjá SGL nú í desember. Mótið þykir mjög erfitt í glímuheiminum og er þessi sigur mikill heiður fyrir Kára.

Aðspurður um hvort margfrægt slagsmálaatriði í Skýjahöllinni hafi kveikt áhugann á sjálfsvarnaríþróttum segir Kári að það sé nú fulllangt síðan hann lék Emil í þeirri mynd. En Kári lék einmitt aðalhlutverkið í Skýjahöllinni, það má segja að barnastjarnan hafi heldur betur snúið við blaðinu eftir að hafa lent undir í rimmu við blaðasala í þeirri mynd. http://www.youtube.com/watch?v=lBdVJW9o3dg

Einnig hefur Kári sigrað fjölmörg mót undanfarið, til dæmis Danish Grappling league og Hayastan Challenge - European championship hjá IBK í október. Grappling 2010 hjá FILA sambandinu í september og landað þriðja sæti á risa mótinu Swedish Open BJJ hjá IBJJF sambandinu í nóvember. Greinilegt er að íslendingar eiga öflugan fulltrúa í greininni.

Kári Gunnarsson er með meistarapróf frá KU í Eðlisfræði og starfar sem sérfræðingur hjá tryggingafyrirtæki í Kaupmannahöfn. Hann hefur æft glímuna í Danmörku samfara námi og starfi undanfarin ár.

Næsta mót hjá kappanum verður svo í janúar í European Open Jiu Jitsu Championship, sem er Evrópumeistaramótið í glímu. Nánari upplýsingar hér, http://www.ibjjf.org/euro11registration.htm

(Myndin með fréttini sýnir Kára að glíma (Kári til vinstri) myndin er tekin af heimasíðu CSA félagsins- http://www.csa.dk/forside.asp)

7. desember 2010

Aðalfundur BJÍ 2010

Ágætu félagsmenn

Aðalfundur BJÍ var haldinn að Mýrargötu 2-8 mánudaginn 6 desember 2010. Síðastliðið rekstrarár var gert upp og hefur mikil gróska einkennt BJJ starfið á Íslandi síðastliðið ár. Fyrsta barnamót BJÍ var haldið á árinu og hefur fráfarandi stjórn haldið tvö Íslandsmót sem hafa gengið mjög vel. Mikil nýliðun er í íþróttinni og er hún að ná útbreiðslu á landsvísu.

Fráfarandi stjórn þakkar öllum sem lögðu hönd á plóginn fyrir óeigingjarnt framlag sitt til starfs BJÍ og óskar nýrri stjórn velfarnaðar í starfi.

Nýja stjórn BJÍ skipa

Haraldur Dean Nelson formaður, Árni Þór Jónsson varaformaður, Guðjón Svansson gjaldkeri, Björn Vilberg ritari og Daníel Örn Davíðsson meðstjórnandi. Varamenn eru þeir Arnar Freyr Vigfússon, Óli Haukur Valtýsson og Pétur Marel Gestsson.

Hreiðar Már Hermannsson
Fráfarandi formaður BJÍ

8. nóvember 2010

Aðalfundur BJÍ árið 2010

Ágætu félagsmenn

Stjórn BJÍ mun halda sinn árlega aðalfund mánudaginn 6. desember 2010, kl 19:30 í húsakynnum Mjölnis við Mýrargötu 2, 101 Reykjavík.

í 3. málsgrein 4. gr í stofnsamþykkt BJJ Sambands Íslands(BJÍ) segir

"Aðalfundur BJÍ fer með æðsta vald í málefnum BJÍ. Aðalfund sitja fulltúar frá þeim aðilum, sem mynda BJÍ. Fulltrúafjöldi hvers aðila er ótakmarkaður en hvert félag hefur eitt atkvæði til kosningar um málefni .Til að hafa atkvæðarétt skal félagið sýna fram á virka starfsemi með hið minnsta 20 iðkendur. Séu iðkendur færri fyrirgerir viðkomandi félag atkvæðarétt á aðalfundi. Málefni sem sambandsaðilar óska að tekin verði fyrir á aðalfundi skal tilkynna stjórn BJÍ minnst 21 dögum fyrir hann.
Þá skal stjórn BJÍ tilkynna sambandsaðilum dagskrá fundarins ásamt tillögum og lagabreytingum sem borist hafa í síðasta lagi 14 dögum fyrir hann, sem síðara fundarboð. Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað."

Öll þau málefni sem að aðildarfélögin vilja að tekin verið fyrir á fundi þarf því að tilkynna til félagsins eigi síður en mánudaginn 15. nóvember 2010. Erindi skulu berast í tölvupóstfang BJJ sambandsins.

Einnig vill stjórn benda á 7. gr stofnsamnings BJÍ

"7. gr.
Stjórn BJÍ skal skipuð 4 félagsmönnum, formaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Skal kjósa bundinni leynilegri kosningu, formann fyrst, síðan meðstjórnanda. Einnig skal kjósa 3 manna mótanefnd og landsliðsþjálfara. Stjórnarmenn eru kosnir til eins árs í senn og eru þeir og formaður kosnir á aðalfundi. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfund þegar þurfa þykir. Daglega umjón sambandsins annast stjórnarmenn BJÍ. Firmaritun sambandsins eru í höndum allrar stjórnar."

Tekið er á móti framboðum í stjórn BJJ sambands Íslands og skal sami frestur gilda og um önnur málefni. Við framboðum er tekið á tölvupóstfangi stjórnar BJJ sambandsins.

Fyrir hönd BJÍ
Hreiðar Már Hermannsson, formaður

Íslandsmót BJÍ 2010

Um 80 keppendur frá fimm félögum tóku þátt í Íslandsmótinu í brasilísku jiu-jitsu í dag. Mjölnir var hlutskarpastur og vann öll gull á mótinu nema tvö og voru lang stigahæstir á mótinu. Gunnar Nelson og Auður Olga unnu tvöfalt s.s. unnu bæði sinn þyngdarflokk og opna flokkinn. Mótið var hið glæsilegasta í alla staði og var boðið upp á æsispennandi glímur. Í opna flokknum voru fjórir keppendur frá Mjölni sem röðuðu sér í fjögur efstu sætin en það voru þeir Gunnar Nelson, Þráinn Kolbeinsson, Sighvatur Helgason og Axel Kristinsson. Þetta er sannarlega glæsilegur árangur og við óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn.

Hér eru úrslitin:

Karlar:
-64 kg
1. Axel Kristinsson – Mjölnir
2. Víkingur Víkingsson – Pedro Sauer
3. Brynjólfur Ingvarsson – Combat Gym

-70 kg
1. Jón Þór Árnason – Mjölnir
2. Eysteinn Finnsson – Pedro Sauer
3. Andri Dagur Hermannsson – Mjölnir

-76 kg
1. Arnar Freyr Vigfússon – Combat Gym
2. Óskar Kristjánsson – Mjölnir
3. Aron Daði Bjarnason – Fenrir

-82,3 kg
1. Gunnar Nelson – Mjölnir
2. Atli Örn Guðmundsson – Mjölnir
3. Helgi Rafn Guðmundsson – Sleipnir

-88,3 kg
1. Sighvatur Helgason – Mjölnir
2. Sigurbjörn Bjarnason – Mjölnir
3. Eiður Sigurðsson – Mjölnir

-94,3 kg
1. Þráinn Kolbeinsson – Mjölnir
2. Adam Brands Þórarinsson – Fenrir
3. Valbjörn Helgi Viðarsson – Fenrir

-100,5 kg
1. Ingþór Örn Valdimarsson – Fenrir
2. Magnús Magnússon – Mjölnir
3. Sigurður Egill Harðarson Combat Gym

+100,5 kg
1. Sigurjón VIðar Svavarsson – Mjölnir
2. Karl Fannar Gunnarsson – Combat Gym
3. Pétur Hafliði Sveinsson – Mjölnir

Opinn Flokkur:
1. Gunnar Nelson – Mjölnir
2. Þráinn Kolbeinsson – Mjölnir
3. Sighvatur Helgason – Mjölnir

Konur:
-64 kg
1. Helga Kristín Jóhannsdóttir – Mjölnir
2. Sunna Rannveig Davíðsdóttir – Mjölnir
3. Harpa Hrund Jóhannsdóttir – Mjölnir

+64 kg
1. Auður Olga skúladóttir – Mjölnir
2. Sólrún Fönn Þórðardóttir – Mjölnir
3. Ása Karen Guðmundsdóttir – Fenrir

Opin Flokkur:
1. Auður Olga Skúladóttir – Mjölnir
2. Sólrún Fönn Þórðardóttir – Mjölnir
3. Helga Kristín – Mjölnir

Heildarstig:
Mjölnir 46
Fenrir 8
Combat Gym 7
Pedro Sauer 4
Sleipnir 1

31. október 2010

Reglur á Íslandsmóti BJÍ

Íslandsmeistaramótið í Brasilísku Jiu Jitsu árið 2010

Almennt
Mótið verður haldið þann 6. Nóvember næstkomandi í húsnæði Ármanns. Mótið hefst klukkan 12:00 og fyrstu glímur eiga að hefjast klukkan 12:30.

Eftirfarandi félög er með aðild að BJÍ sambandi Íslands og eru því með rétt til þess að senda félagsmenn til þess að keppa á mótinu. Þeir félagsmenn sem hafa rétt til að keppa á mótinu verða að vera íslenskir ríkisborgarar.

Fenrir, Akureyri
Combat Gym, Reykjavík
Mjölnir, Reykjavík
Pedro Sauer, Hafnarfjörður
Sleipnir, Keflavík
Ármann, Reykjavík

Þyngdarflokkar
Hér á eftir verða taldir upp þeir þyngdarflokkar sem keppt verður í. Keppendur verða viktaðir í þeim gi sem þeir keppa í á mótinu samdægurs keppninni.

Mótshaldarar hafa rétt til þess að sameina þyngdarflokka til þess að hafa viðunandi fjölda keppenda í hverjum flokki. Viðunandi fjöldi keppanda í hverjum flokki skal vera tveir að lágmarki. Það má einungis sameina þyngdarflokk saman við þyngdarflokk sem er fyrir ofan og/eða neðan þann þyngdarflokk. Lágmarksaldur fyrir þátttöku í mótinu er 18 ára. Stjórn BJÍ mun taka til skoðunar undanþágur frá reglu um lágmarksaldur.

Karlar
Létt fjaðurvigt -64 kíló
Fjaðurvigt -70 kíló
Léttvigt -76 kíló
Millivigt -82,3 kíló
Milli þungavigt -88,3 kíló
Þungavigt -94,3 kíló
Yfir þungavigt -100,5 kíló
Súper þungavigt +100,5 kíló
Opinn flokkur karla

Konur
-64 kíló
+64 kíló
Opinn flokkur kvenna

Framkvæmd móts
Mótið á að hefjast klukkan 12:30 stundvíslega. Reynt verður að keyra tvo flokka á sama tíma á hverjum keppnisvelli til þess að nýta tíma og gefa keppendum færi á meiri hvíld milli glímna. Byrjað verður á léttustu flokkunum og verðlaunaafhending fer fram fyrir hvern flokk þegar að keppni er lokið í þeim flokki.
Eftir að búið er að ljúka keppni í öllum þyngdarflokkum karla verður opnað fyrir skráningu í opnum þyngdarflokki karla. Þeir sem hafa lent í þremur efstu sætunum í hverjum þyngdarflokki karla eiga forgangsaðgang að plássi í opnum þyngdarflokki karla. Þar sem að það eru einungis 16 sæti laus í opnum flokki þá gildir það einnig að þeir sem lenda í fyrsta sæti í sínum þyngdarflokki fá forgang yfir þá sem að lenda í lægra sæti í viðkomandi þyngdarflokki eða öðrum þyngdarflokkum. Sömuleiðis þá hefur sá sem lendir í öðru sæti í sínum þyngdarflokki forgang yfir þá sem lenda í lægra sæti í viðkomandi flokki eða öðrum flokkum. Ef val um þátttakendur stendur á milli tveggja keppenda sem lentu í sömu sætum í sínum þyngdarflokkum þá skal skera úr um þátttöku með hlutkesti.

Dómarar verða þrír fyrir hverja glímu, einn vallardómari og tveir borðdómarar. Vallardómari er eini aðilinn sem má standa á keppnisvelli á meðan glímu stendur og hefur yfirumsjón með því að sjá um að glíman fari fram eftir settum reglum. Vallardómari sér um að gefa keppendum stig og refsitig eftir settum keppnisreglum.

Glímulengd er 6 mínútur og það er stigagjöf alla glímuna. Það er hægt að vinna glímu með eftirfarandi hætti:
• Með því að fá mótherja til þess að gefast upp munnlega eða með því að slá út áður en keppnistími líður (tapout).
• Ef annar keppandi verður ófær um að halda glímu áfram sökum meiðsla eða meðvitundarleysis þá telst hinn keppandinn sigurvegari glímunnar.
• Ef að hvorugur keppandi hefur gefist upp eftir að keppnistíma líður þá sigrar sá keppandi sem hefur fleiri stig samkvæmt stigagjöf.
• Ef að venjuleg stig eru jöfn þá skal líta til gagnstiga (aukastiga).
• Ef að venjuleg stig og gagnstig eru jöfn þá fer fram ein framlenging sem er tvær mínútur.
• Ef að stigagjöf er jöfn eftir fyrstu framlengingu þá fer fram önnur framlenging í tvær mínútur þar sem að sá fyrsti sem að skorar stig eða gagnstig telst sigurvegari glímunnar.
• Ef að staðan er enn jöfn eftir aðra framlengingu þá úrskurða dómarar (vallardómari og tveir borðdómarar) sigurvegara með meirihluta ákvörðun.
• Vallardómari hefur leyfi til þess að stöðva glímu og úrskurða sigurvegara ef hann telur að annar keppandi sé í hættu vegna framvindu glímunnar.

Keppendur skulu fara eftir tilskipunum og ábendingum vallardómara.


Stigagjöf
Stig eru veitt á meðan glímu stendur fyrir eftirfarandi:

• 2 stig Að fella eða kasta andstæðing (takedown)
• Keppandi fær einungis stig ef hann framkvæmir fellingu eða kast og er talinn af vallardómara stjórna framvindu fellingarinnar eða kastsins með þeim hætti að hann nái andstæðing sínum í gólfið þannig að andstæðingurinn lendi á baki.
• Ef að sá sem framkvæmir fellingu eða kast nær ekki að láta andstæðinginn lenda á baki með fullnægjandi hætti til að verðskulda 2 stig þá verður hann að fylgja eftir andstæðingnum og ná að halda honum í gólfinu í þrjár sekúndur strax í framhaldi til að öðlast tvö stig fyrir kast eða fellingu.
• Ef að keppandi framkvæmir fellingu eða kast en andstæðingnum tekst að snúa við stöðunni í sömu hreyfingu þannig að hann lendir ofan í toppstöðu þá fá báðir keppendur tvö stig.
• Ef að sá sem framkvæmir fellingu eða kast lendir ofan á andstæðing sínum í stöðu þannig að hann sitji klofvega yfir andstæðing (mount) þá öðlast sá keppandi tvö stig fyrir fellinguna eða kastið og fjögur stig fyrir „mount.“ Keppandinn verður að tryggja stöðuna í þrjár sekúndur til þess að öðlast fjögur stig fyrir „mount.“


• 2 stig Að sópa andstæðing (sweep)
• Ef að keppandi sem er í botnstöðu en með bakvarðarstöðu (guard) eða hálf-bakvarðarstöðu (half-guard) gagnvart andstæðingi sínum og tekst að snúa við stöðunni þannig að hann lendi ofan í toppstöðu þá fær sá keppandi tvö stig.
• Ef að keppandinn sem framkvæmir sópun gagnvart andstæðing sínum lendir ofan á honum þannig að hann sitji klofvega yfir andstæðing (mount) þá öðlast sá keppandi tvö stig fyrir sópun og fjögur stig fyrir „mount.“ Keppandinn verður að tryggja stöðuna í þrjár sekúndur til þess að öðlast fjögur stig fyrir „mount.“
• Ef að keppandi sem er með bakvarðarstöðu eða hálf-bakvarðarstöðu gagnvart andstæðingi sínum nær að framkvæma sópun en tekst ekki að halda toppstöðu í að minnsta kosti þrjár sekúndur og lendir aftur á bakinu eða báðir keppendur standa upp þá fær sá keppandi ekki stig fyrir sópun.

• 2 stig Hné á kvið (knee-ride)
• Ef að keppanda tekst að setja hné á kvið andstæðings síns án þess að hvíla hitt hnéið á jörðinni og heldur jafnframt með annarri hendinni í annaðhvort kraga eða ermi andstæðings síns og í belti með hinni hendinni í að minnsta kosti þrjár sekúndur þá öðlast sá keppandi tvö stig.

• 3 stig Að komast fram hjá bakvarðarstöðu (passing the guard)
• Ef að keppanda tekst að komast fram hjá bakvarðarstöðu og ná yfirburðarstöðu á toppnum gagnvart andstæðing sínum í að minnsta kosti þrjár sekúndur þá öðlast sá keppandi þrjú stig.
• Ef að keppandi sem kemst fram hjá bakvarðarstöðu beint í þá stöðu að hann sitji klofvega yfir andstæðing (mount) þá öðlast sá keppandi þrjú stig fyrir að komast fram hjá bakvarðarstöðu og fjögur stig fyrir „mount.“ Keppandinn verður að ná stjórn á „mount“ stöðunni í að minnsta kosti þrjár sekúndur til að öðlast fjögur stig.

• 4 stig Að sitja klofvega yfir andstæðing (mount)
• Ef að keppanda tekst að ná yfirburðarstöðu á toppnum þannig að hann sitji klofvega yfir maga andstæðings í að minnsta kosti þrjár sekúndur þá öðlast sá keppandi fjögur stig.

• 4 stig Að ná baki með tveimur krókum (back-mount)
• Ef að keppanda tekst að tryggja stöðu sína á baki andstæðings með tveimur krókum þá fær hann fjögur stig.
 Til að öðlast stigin þarf keppandi að tryggja stöðu sína með báðum krókum í að minnsta kosti þrjár sekúndur.

• Gagnstig (aukastig)
• Gagnstig eru veitt fyrir að framkvæma lás sem er nálægt því að neyða andstæðing til uppgjafar að mati vallardómara. Þessi stig eru talin sjálfstætt frá ofangreindi stigagjöf og geta einungis úrskurðað úrslit glímu ef að glíma endar án uppgjafar keppanda og almenn stigagjöf er jöfn eftir keppnistíma. Einungis eitt gagnstig er veitt í hvert skipti.


• Refsingar
• Refsingar eru veittar í hvert sinn sem að dómari telur að keppandi sé vísvitandi að draga glímu á langinn eða tefja glímu.
• Einnig er refsing veitt ef að keppandi neitar að fara að fyrirmælum dómara.
• Refsing er veitt ef keppandi er staðinn af því að reyna óleyfilegt bragð.
• Vallardómari í samráði við borðdómara hefur leyfi til að vísa keppanda úr keppni eða enda glímu og lýsa yfir sigurvegara hvenær sem hann telur þörf á því.
• Refsingar fara þannig fram að andstæðingur keppandans sem telst brotlegur í glímu fær eitt almennt stig bætt við stigagjöf sína.
• Ef að keppandi er í ráðandi stöðu í glímu en er aðgerðarlaus þá getur valladómari látið báða keppendur standa upp og hefja glímuna aftur.
• Ef að vallardómari telur að keppandi sé sífellt að skipta um stöðu
einungis til að safna stigum en ekki að reyna að vinna að því að ljúka glímu með lás þá getur valldardómari hætt að gefa þeim keppanda stig fyrir stöður í glímunni.
• Dómara-ákvarðanir eru endanlegar, óeðlileg afskipti af dómara vegna ákvarðana er hægt að refsa með því að vísa keppanda endanlega úr keppni með samþykki allra þriggja dómara (vallardómara og keppnisdómara).
• Óeðlileg afskipti áhorfenda af dómara vegna ákvarðana er hægt að refsa með því að vísa þeim áhorfenda úr húsi með samþykki allra þriggja dómara og framkvæmdarstjóra mótsins.




Aukapunktar
• Markmið glímunnar er að ná að sigra með uppgjöf andstæðings
• Keppandi má draga andstæðing sinn niður með sér í gólfið jafnvel þó að hann sé ekki að reyna að framkvæma lás í þeirri hreyfingu. (pulling guard)
• Sá keppandi sem reynir að draga andstæðing sinn með sér í gólfið verður þó að hafa grip á galla andstæðings síns.
• Ef að keppandi reynir að draga andstæðing sinn með sér í gólfið en missir gripið og lendir í sitjandi stöðu á gólfinu þá er það ákvörðun andstæðingsins sem er enn standandi hvort að hann sæki eða hörfi en þá gefur dómari sitjandi keppanda merki um að standa upp ef andstæðingurinn bakkar.

Leyfileg og óleyfileg brögð

• Leyfileg brögð
• Öll svæfingartök, naktar (án fatnaðs) og með fatnaði.
• Allir handalásar, axlalásar og únliðslásar.
• Allir fótalásar sem eru ekki snúandi fótalásar.

• Óleyfileg brögð
• Það má ekki kýla, sparka, bíta eða pota í líkamsop.
• Það má ekki rífa í hár.
• Það má ekki pota í sár eða vísvitandi valda skaða.
• Það má ekki reyna að snúa háls í óþægilega stöðu (neck crank).
• Það má ekki framkvæma lás sem snýr upp á hryggjaliði.
• Það má ekki framkvæma snúandi fótalása.
• Það má ekki lyfta manni sem liggur á baki í loftið og skella honum í gólfið.
• Ef gripið er í fingur þá verður að grípa í að minnsta kosti þrjá fingur í einu.
• Það má ekki vísvitandi snúa upp á fingur og/eða tær.

Það má vera að ofangreindur listi sé ekki tæmandi og því skal spyrja út í vafamál með hvort eitthvað megi eður ei á fundi sem verður haldinn á mótsdegi. Dómarar áskilja sér rétt til að banna ákveðin brögð þó þau hafi ekki verið tilgreind á ofangreindum lista. Það er ítrekað við keppendur að sýna ávallt íþróttamannslega hegðun og er reiknað með því að keppendur hafi vit og þekkingu til að framkvæma ekki aðgerðir sem líklegt er að valdi líkamlegum skaða. Ef að dómari telur að keppandi hafi brotið af sér með því að stofna vísvitandi til líkamsskaða á öðrum keppanda þá skal þeim keppanda umsvifalaust vísað úr keppni.

29. september 2010

Íslandsmót 2010

Íslandsmót BJÍ 2010

Ágætu BJJ iðkendur & velunnarar

Íslandsmótið í BJJ verður haldið laugardaginn 6. nóvember 2010 í júdósal Ármanns í laugardal, við gervigrasið. Húsið opnar kl 12:00 og hefjast fyrstu glímur stundvíslega kl 12:30.

Skráningu lýkur á miðnætti miðvikudaginn 3. nóvember. Mótsgjald er 1000kr og greiðist til aðildarfélaga við skráningu.

Skráning fer fram hjá þjálfurum félagana sem síðan áfram senda sína lista yfir keppendur til stjórnar BJÍ fyrir auglýstan skráningarfrest.

Einungis skráðir félagar í BJÍ eru gjaldgengir á mótinu. Engar undantekningar verða gerðar varðandi þessa reglu.

Þyngdarflokkarnir eru eftirfarandi.

Þyngdarflokkur Karlar (kg) Konur (kg)
Létt fjaðurvigt -64 -64
Fjaðurvigt -70 +64
Léttvigt -76
Millivigt -82,3
Milli þungavigt -88,3
Þungavigt -94,3
Yfir Þungavigt -100,5
Súper Þungavigt 100,5+

Allir keppendur eru vigtaðir í Gi þegar að hver flokkur er að byrja á mótsdag. Þetta eru opinberu IBJJF þyngdarflokkarnir og eru notaðir á öllum Gi mótum erlendis. Kvennaþyngdarflokkurinn er hinsvegar frábrugðinn IBJJF þyngdarflokkunum.

Keppendur sem ekki ná vigt verða umsvifalaust dæmdir úr leik án endurgreiðslu mótsgjalds.

Skráning í opinn flokk verður á mótsdag. Fyrirkomulag á mótsdag er að léttari þyngdarflokkar byrja. Engin beltaskipting eða styrkleikaskipting er á mótinu. Hreint útsláttarfyrirkomulag verður á mótinu og engar uppreisnarglímur. Einnig fellur liðakeppnin út.

Ath. Ekkert mótsgjald er fyrir stelpur á þessu móti, og það sem meira er að aðildarfélög þurfa ekki að greiða ársgjald sem annars þyrfti vegna þeirra stelpna sem taka þátt í mótinu. Stjórn BJÍ vill sjá alla kvenkyns iðkendur BJJ á Ísland taka þátt í þessu móti.

Stjórn BJÍ

19. apríl 2010

ÍM Ungmenna 2010

BJJ Sambandið hélt sitt fyrsta ungmennamót síðastliðna helgi. Mótið tókst príðilega og komu keppendur að frá þrem aðildarfélögum.

Úrslit á Íslandsmeistaramóti ungmenna í BJJ 2010.

8-9 ára. -28kg.
1.Gabríel Elí Jóhannsson (Pedro Sauer)
2.Viktor Orri Long Valsson (Pedro Sauer)

8-9 ára. +28kg.
1.Þorvaldur Hafsteinsson (Pedro Sauer)
2.Samúel Ingi Daníelsson (Pedro Sauer)

10-12 ára. Opinn flokkur.
1.Rúnar Már Jóhannsson (Pedro Sauer)
2.Guðmundur Sigurðsson (Pedro Sauer)
3.Nökkvi Haraldsson (Pedro Sauer)

-56kg.
1.Aron Elvar Bryndísarson (Pedro Sauer)
2.Jón Pétur Sævarsson (Pedro Sauer)

-63kg.
1.Björn Magnús (Mjölni)
2. Brandur Máni Jónsson (Pedro Sauer)
3. Ari Jóhannesson (Pedro Sauer)

-70kg.
1.Viktor Gauti Guðjónsson (Mjölni)
2.Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson (Mjölni)

-78kg.
1.Björn Lúkas Haraldsson (Sleipni)
2. Rúnar Ívars (Pedro Sauer)
3. Sigurður Aron (Pedro Sauer)

-88kg.
1.Sigurbjörn Bjarnason (Mjölni)
2.Bjarki Pálsson (Mjölni)

Heildarstig
Pedro Sauer 27 stig
Mjölnir 13 stig
Sleipnir 3 stig

6. apríl 2010

Íslandsmeistaramót Barna og Unglinga 2010

Íslandsmeistararmót barna og unglinga
í Brasilísku Jiu Jitsu árið 2010

Almennt
Mótið verður haldið þann 17. apríl í húsnæði Mjölnis. Húsið opnar klukkan 12:00 og þátttakendur eiga að vera mættir klukkan 12:30 en þá hefst vigtun á mótsstað. Keppnin hefst svo klukkan 13:00.

Eftirfarandi félög eru með aðild að BJÍ sambandi Íslands og eru því með rétt til þess að senda félagsmenn til þess að keppa á mótinu:

Fenrir, Akureyri
Fjölnir, Reykjavík
Mjölnir, Reykjavík
Pedro Sauer, Hafnarfjörður
Sleipnir, Keflavík

Aldursflokkar og Þyngdarflokkar
Hér á eftir verða taldir upp þeir aldursflokkar og þyngdarflokkar sem keppt verður í. Keppendur verða viktaðir í þeim gi sem þeir keppa í á mótinu samdægurs keppninni.

Mótshaldarar hafa rétt til þess að sameina þyngdarflokka til þess að hafa viðunandi fjölda keppenda í hverjum flokki. Viðunandi fjöldi keppanda í hverjum flokki skal vera tveir að lágmarki. Það má einungis sameina þyngdarflokk saman við þyngdarflokk sem er fyrir ofan og/eða neðan þann þyngdarflokk.

Karlar 8 til 9 ára á árinu (fæddir 2001-2002)
- 28 kíló
+ 28 kíló
# glímulengd er 2 mínútur.

Karlar 10 til 12 ára á árinu (fæddir 1998-2000)
- 38 kíló
+ 38 kíló
# glímulengd er 3 mínútur.

Karlar 13 til 17 ára á árinu (fæddir 1993-1997)
- 50 kíló
- 56 kíló
- 63 kíló
- 70 kíló
- 78 kíló
- 88 kíló
+ 88 kíló
# glímulengd er 5 mínútur.


Framkvæmd móts
Mótið á að hefjast klukkan 13:00 stundvíslega. Keppni hefst á karlaflokkum barna og það verður byrjað á léttustu flokkunum. Hver þyngdarflokkur verður kláraður áður en keppni hefst í næsta þyngdarflokk og verðlaunaafhending fer fram eftir að keppni er lokið í hverjum flokki.

Dómarar verða þrír fyrir hverja glímu, einn vallardómari og tveir borðdómarar. Vallardómari er eini aðilinn sem má standa á keppnisvelli á meðan glímu stendur og hefur yfirumsjón með því að sjá um að glíman fari fram eftir settum reglum. Vallardómari sér um að gefa keppendum stig og refsistig eftir settum keppnisreglum.

Glímulengd er mismunandi eftir aldurshópum og það er stigagjöf alla glímuna. Það er hægt að vinna glímu með eftirfarandi hætti:
• Með því að fá mótherja til þess að gefast upp munnlega eða með því að slá út áður en keppnistími líður (tapout).
• Ef annar keppandi verður ófær um að halda glímu áfram sökum meiðsla eða meðvitundarleysis þá telst hinn keppandinn sigurvegari glímunnar.
• Ef að hvorugur keppandi hefur gefist upp eftir að keppnistíma líður þá sigrar sá keppandi sem hefur fleiri stig samkvæmt stigagjöf.
 Ef að venjuleg stig eru jöfn þá skal líta til gagnstiga (aukastiga).
 Ef að venjuleg stig og gagnstig eru jöfn þá fer fram ein framlenging sem er tvær mínútur. (á einungis við aldurshóp 13 – 17 ára)
 Ef að stigagjöf er jöfn eftir fyrstu framlengingu þá fer fram önnur framlenging í tvær mínútur þar sem að sá fyrsti sem að skorar stig eða gangstig telst sigurvegari glímunnar. (á einungis við aldurshóp 13-17 ára)
 Ef að staðan er enn jöfn eftir aðra framlengingu þá úrskurða dómarar (vallardómari og tveir borðdómarar) sigurvegara með meirihluta ákvörðun.
• Vallardómari hefur leyfi til þess að stöðva glímu og úrskurða sigurvegara ef hann telur að annar keppandi sé í hættu vegna framvindu glímunnar.
• Í aldurshópunum 8 til 9 ára og 10 til 12 ára þá fer ekki fram nein framlenging ef að báðir keppendur eru jafnir af stigum. Í slíku tilviki þá úrskurða dómarar (vallardómari og tveir borðdómarar) sigurvegara með meirihluta ákvörðun.

Keppendur skulu fara eftir tilskipunum og ábendingum vallardómara.














Stigagjöf
Stig eru veitt á meðan glímu stendur fyrir eftirfarandi:

• 2 stig Að fella eða kasta andstæðing (takedown)
 Keppandi fær einungis stig ef hann framkvæmir fellingu eða kast og er talinn af vallardómara stjórna framvindu fellingarinnar eða kastsins með þeim hætti að hann nái andstæðing sínum í gólfið þannig að andstæðingurinn lendi á baki.
 Ef að keppandi framkvæmir fellingu eða kast en andstæðingnum tekst að snúa við stöðunni í sömu hreyfingu þannig að hann lendir ofan í toppstöðu þá fá báðir keppendur tvö stig.
 Ef að sá sem framkvæmir fellingu eða kast lendir ofan á andstæðing sínum í stöðu þannig að hann sitji klofvega yfir andstæðing (mount) þá öðlast sá keppandi tvö stig fyrir fellinguna eða kastið og fjögur stig fyrir „mount.“ Keppandinn verður að tryggja stöðuna í þrjár sekúndur til þess að öðlast fjögur stig fyrir „mount.“

• 2 stig Að sópa andstæðing (sweep)
 Ef að keppandi sem er í botnstöðu en með bakvarðarstöðu (guard) eða hálf-bakvarðarstöðu (half-guard) gagnvart andstæðingi sínum og tekst að snúa við stöðunni þannig að hann lendir ofan í toppstöðu þá fær sá keppandi tvö stig.
 Ef að keppandinn sem framkvæmir sópun gagnvart andstæðing sínum lendir ofan á honum þannig að hann sitji klofvega yfir andstæðing (mount) þá öðlast sá keppandi tvö stig fyrir sópun og fjögur stig fyrir „mount.“ Keppandinn verður að tryggja stöðuna í þrjár sekúndur til þess að öðlast fjögur stig fyrir „mount.“
 Ef að keppandi sem er með bakvarðarstöðu eða hálf-bakvarðarstöðu gagnvart andstæðingi sínum nær að framkvæma sópun en tekst ekki að halda toppstöðu í að minnsta kosti þrjár sekúndur og lendir aftur á bakinu eða báðir keppendur standa upp þá fær sá keppandi ekki stig fyrir sópun.

• 2 stig Hné á kvið (knee-ride)
 Ef að keppanda tekst að setja hné á kvið andstæðings síns án þess að hvíla hitt hnéið á jörðinni og heldur jafnframt með annarri hendinni í annaðhvort kraga eða ermi andstæðings síns og í belti með hinni hendinni í að minnsta kosti þrjár sekúndur þá öðlast sá keppandi tvö stig.

• 3 stig Að komast fram hjá bakvarðarstöðu (passing the guard)
 Ef að keppanda tekst að komast fram hjá bakvarðarstöðu og ná yfirburðarstöðu á toppnum gagnvart andstæðing sínum í að minnsta kosti þrjár sekúndur þá öðlast sá keppandi þrjú stig.
 Ef að keppandi sem kemst fram hjá bakvarðarstöðu beint í þá stöðu að hann sitji klofvega yfir andstæðing (mount) þá öðlast sá keppandi þrjú stig fyrir að komast fram hjá bakvarðarstöðu og fjögur stig fyrir „mount.“ Keppandinn verður að ná stjórn á „mount“ stöðunni í að minnsta kosti þrjár sekúndur til að öðlast fjögur stig.

• 4 stig Að sitja klofvega yfir andstæðing (mount)
 Ef að keppanda tekst að ná yfirburðarstöðu á toppnum þannig að hann sitji klofvega yfir maga andstæðings í að minnsta kosti þrjár sekúndur þá öðlast sá keppandi fjögur stig.

• 4 stig Að ná baki með tveimur krókum (back-mount)
 Ef að keppanda tekst að tryggja stöðu sína á baki andstæðings með tveimur krókum þá fær hann fjögur stig.
 Til að öðlast stigin þarf keppandi að tryggja stöðu sína með báðum krókum í að minnsta kosti þrjár sekúndur.

• Gagnstig (aukastig)
 Gagnstig eru veitt fyrir að framkvæma lás sem er nálægt því að neyða andstæðing til uppgjafar að mati vallardómara. Þessi stig eru talin sjálfstætt frá ofangreindi stigagjöf og geta einungis úrskurðað úrslit glímu ef að glíma endar án uppgjafar keppanda og almenn stigagjöf er jöfn eftir keppnistíma. Einungis eitt gagnstig er veitt í hvert skipti.

• Refsingar
 Refsingar eru veittar í hvert sinn sem að dómari telur að keppandi sé vísvitandi að draga glímu á langinn eða tefja glímu.
 Einnig er refsing veitt ef að keppandi neitar að fara að fyrirmælum dómara.
 Refsing er veitt ef keppandi er staðinn af því að reyna óleyfilegt bragð.
 Vallardómari í samráði við borðdómara hefur leyfi til að vísa keppanda úr keppni eða enda glímu og lýsa yfir sigurvegara hvenær sem hann telur þörf á því.
 Refsingar fara þannig fram að andstæðingur keppandans sem telst brotlegur í glímu fær eitt almennt stig bætt við stigagjöf sína.
 Ef að keppandi er í ráðandi stöðu í glímu en er aðgerðarlaus þá getur valldardómari látið báða keppendur standa upp og hefja glímuna aftur.
 Ef að vallardómari telur að keppandi sé sífellt að skipta um stöðu
einungis til að safna stigum en ekki að reyna að vinna að því að ljúka glímu með lás þá getur valldardómari hætt að gefa þeim keppanda stig fyrir stöður í glímunni.
 Dómara-ákvarðanir eru endanlegar, óeðlileg afskipti af dómara vegna ákvarðana er hægt að refsa með því að vísa keppanda endanlega úr keppni með samþykki allra þriggja dómara (vallardómara og keppnisdómara).
 Óeðlileg afskipti áhorfenda af dómara vegna ákvarðana er hægt að refsa með því að vísa þeim áhorfenda úr húsi með samþykki allra þriggja dómara og framkvæmdarstjóra mótsins.









Aukapunktar
• Markmið glímunnar er að ná að sigra með uppgjöf andstæðings
• Keppandi má draga andstæðing sinn niður með sér í gólfið jafnvel þó að hann sé ekki að reyna að framkvæma lás í þeirri hreyfingu. (pulling guard)
 Sá keppandi sem reynir að draga andstæðing sinn með sér í gólfið verður þó að hafa grip á galla andstæðings síns.
 Ef að keppandi reynir að draga andstæðing sinn með sér í gólfið en missir gripið og lendir í sitjandi stöðu á gólfinu þá er það ákvörðun andstæðingsins sem er enn standandi hvort að hann sækji eða bakki en þá gefur dómari sitjandi keppanda merki um að standa upp ef andstæðingurinn bakkar.

Leyfileg og óleyfileg brögð

Flokkur 8 til 9 ára
• Við keppni í þessum flokki skal leggja höfuðáherslu á að passa upp á að fyrirbyggja meiðsli. Dómari hefur leyfi til þess að stöðva glímu hvenær sem á henni stendur til að forða keppendum frá meiðslum og er mælst til þess að hann geri það.
• Svæfingarlásar með fatnaði og án fatnaðs eru leyfðir en skal miða við að ef að dómari telur að keppandi sé nálægt því að ná lásnum þá skal dómari stöðva glímuna og úrskurða viðkomandi sigurvegara.
• Beinir handarlásar eru leyfðir svo sem armbar en únliðslásar og axlarlásar eru óleyfilegir. Ef að dómari telur að keppandi sér nálægt því að ná lásnum þá skal dómari stöðva glímuna og úrskurða viðkomandi sigurvegara.
• Allir fótalásar eru óleyfilegir, hvort sem um er að ræða beina eða snúandi.
• Allir lásar sem fela sér að snúa upp á háls/hrygg eða setja háls/hrygg í óþægilega stöðu eru óleyfilegir

Flokkur 10 til 12 ára
• Við keppni í þessum flokki skal leggja höfuðáherslu á að passa upp á að fyrirbyggja meiðsli. Dómari hefur leyfi til þess að stöðva gímu hvenær sem á henni stendur til að forða keppendum frá meiðslum og er mælst til þess að hann geri það.
• Svæfingarlásar með fatnaði og án fatnaðs eru leyfðir en skal miða við að ef að dómari telur að keppandi sé nálægt því að ná lásnum þá skal dómari stöðva glímuna og úrskurða viðkomandi sigurvegara.
• Beinir handarlásar eru leyfðir svo sem armbar sem og einnig eru axlarlásar leyfðir eins og Americana og Kimura. Únliðslásar eru óleyfilegir. Ef að dómari telur að keppandi sé nálægt því að ná lásnum þá skal dómari stöðva glímuna og úrskurða viðkomandi sigurvegara.
• Allir fótalásar eru óleyfilegir, hvort sem um er að ræða beina eða snúandi.
• Allir lásar sem fela sér að snúa upp á háls/hrygg eða setja háls/hrygg í óþægilega stöðu eru óleyfilegir.

Flokkur 13 til 17 ára
• Leyfileg brögð
 Öll svæfingartök, naktar (án fatnaðs) og með fatnaði.
 Allir handarlásar, axlarlásar og únliðslásar.

• Óleyfileg brögð
 Það má ekki kýla, sparka, bíta eða pota í líkamsop.
 Það má ekki rífa í hár.
 Það má ekki pota í sár eða vísvitandi valda skaða.
 Það má ekki reyna að snúa háls í óþægilega stöðu (neck crank).
 Það má ekki framkvæma lás sem snýr upp á hryggjaliði.
 Það má ekki framkvæma fótalása, hvorki beina né snúandi.
 Það má ekki lyfta manni sem liggur á baki í loftið og skella honum í gólfið.
 Ef gripið er í fingur þá verður að grípa í að minnsta kosti þrjá fingur í einu.
 Það má ekki vísvitandi snúa upp á fingur og/eða tær.

Það má vera að ofangreindur listi sé ekki tæmandi og því skal spyrja út í vafamál með hvort eitthvað megi eður ei á fundi sem verður haldinn á mótsdegi. Dómarar áskilja sér rétt til að banna ákveðin brögð þó þau hafi ekki verið tilgreind á ofangreindum lista. Það er ítrekað við keppendur að sýna ávallt íþróttamannslega hegðun og er reiknað með því að keppendur hafi vit og þekkingu til að framkvæma ekki aðgerðir sem líklegt er að valdi líkamlegum skaða. Ef að dómari telur að keppandi hafi brotið af sér með því að stofna vísvitandi til líkamsskaða á öðrum keppanda þá skal þeim keppanda umsvifalaust vísað úr keppni.

9. nóvember 2009

Íslandsmót 2009 úrslit

Íslandsmótið í Brasilísku Jiu-Jitsu var haldið í dag. Á mótið mættu 64 keppendur frá fimm félögum. Félögin koma allsstaðar af landinu, Reykjavík, Hafnarfirði, Akureyri og Keflavík. Útbreiðslan í íþróttinni er með ólíkindum og keppnin í dag var hörð.

Mjölnir hlaut 10 gull af 11 og var stigahæsta lið mótsins. Gunnar Nelson sigraði sinn þyngdarflokk og opna flokkinn en Auður Olga sigraði opinn flokk kvenna. Keppnin í kvennaflokki var með eindæmum hörð og gaman að sjá að stelpum er að fjölga í íþróttinni.

Sport TV mættu á staðinn og tóku upp mótið. Upptökur verða komnar inn á heimasíðu þeirra á innan við tveim vikum.

Úrslitin í dag voru eftirfarandi:

Opinn Flokkur Karla
1. Gunnar Nelson (Mjölnir)
2. Ingþór Örn Valdimarsson (Fenrir)
3. Sighvatur Helgason (Mjölnir)

Þyngdaflokkar karla:

+100 kg
1. Ingþór Örn Valdimarsson (Fenrir)
2. Björn Sigurðarson (Jiu Jitsu Skóli Íslands)
3. Hinrik Bergsson (Mjölnir)

-100 kg
1. Þorvaldur Blöndal (Mjölnir)
2. Haraldur Óli Ólafsson (Fjölnir)
3. Þráinn Kolbeinsson (Mjölnir)

-90 kg
1. Sighvatur Helgason (Mjölnir)
2. Jóhann Helgason (Mjölnir)
3. Óðinn Árnason (Mjölnir)

-81 kg
1. Gunnar Nelson (Mjölnir)
2. Vignir Már Sævarsson (Mjölnir)
3. Bjarni Baldursson (Mjölnir)

-73 kg
1. Haraldur Gísli Sigfússon (Mjölnir)
2. Arnar Bjarnason (Fjölnir)
3. Eysteinn Finnsson (Jiu Jitsu Skóli Íslands)

-66 kg
1. Axel Kristinsson (Mjölnir)
2. Davíð Örn Jóhannesson (Mjölnir)
3. Guðni Matthíasson (Fjölnir)

Opinn flokkur kvenna
1. Auður Olga Skúladóttir (Mjölnir)
2. Sólveig Sigurðuardóttir (Mjölnir)
3. Krístín (Jiu Jitsu Skóli Íslands)

Liðakeppni Karla
1. Mjölnir B.
2. Mjölnir A.
3 Mjölnir C.

Liðakeppni Kvenna
1. Mjölnir
2. Sleipnir

Heildarstig
Mjölnir 44 stig
Fenrir 5 stig
Fjölnir 5
Jiu Jitsu Skóli Íslands 4 stig
Sleipnir 2 stig

3. nóvember 2009

Íslandsmót 2009 - Reglur

Íslandsmót BJÍ verður haldið sunnudaginn 8. nóvember næstkomandi og hefst kl 10:30.

Mótið verður haldið í Júdódeild Ármanns, við gervigrasið í laugardal og opnar húsið kl 10:00 stundvíslega, með fyrstu glímu kl 10:30. Léttustu þyngdarflokkurinn, undir 66kg og undir 73kg er þeir flokkar sem byrja.

Reglur mótsins eru eftirfarandi.

Íslandsmeistararmótið í Brasilísku Jiu Jitsu árið 2009

Almennt

Mótið verður haldið þann 8. nóvember í húsnæði Ármanns. Mótið hefst klukkan 10:00 og fyrstu glímur eiga að hefjast klukkan 10:30.

Eftirfarandi félög er með aðild að BJÍ sambandi Íslands og eru því með rétt til þess að senda félagsmenn til þess að keppa á mótinu:

Fenrir, Akureyri

Fjölnir, Reykjavík

Mjölnir, Reykjavík

Pedro Sauer, Hafnarfjörður

Sleipnir, Keflavík

Þyngdarflokkar

Hér á eftir verða taldir upp þeir þyngdarflokkar sem keppt verður í. Keppendur verða viktaðir í þeim gi sem þeir keppa í á mótinu samdægurs keppninni. Eftirfarandi þyngdarflokkar eru þyngdarflokkar alþjóðasambands BJJ.

Mótshaldarar hafa rétt til þess að sameina þyngdarflokka til þess að hafa viðunandi fjölda keppenda í hverjum flokki. Viðunandi fjöldi keppanda í hverjum flokki skal vera fjórir að lágmarki. Það má einungis sameina þyngdarflokk saman við þyngdarflokk sem er fyrir ofan og/eða neðan þann þyngdarflokk. Lágmarksaldur fyrir þátttöku í mótinu er 16 ára og engar undantekningar eru gefnar fyrir yngri keppendur til þess að taka þátt í mótinu.

Karlar

-66 kíló

-73 kíló

-81 kíló

-90 kíló

-100 kíló

+100 kíló

Konur

Opinn þyngdarflokkur

Framkvæmd móts

Mótið á að hefjast klukkan 10:30 stundvíslega. Keppni hefst á karlaflokkum og það verður byrjað á léttustu flokkunum. Keppni í opna kvennaflokkinum hefst eftir að búið er að ljúka keppni í karlaflokkunum. Hver þyngdarflokkur verður kláraður áður en keppni hefst í næsta þyngdarflokk og verðlaunaafhending fer fram eftir að keppni er lokið í hverjum flokki.

Eftir að búið er að ljúka keppni í öllum þyngdarflokkum karla verður opnað fyrir skráningu í opnum þyngdarflokki karla. Þeir sem hafa lent í þremur efstu sætunum í hverjum þyngdarflokki karla eiga forgangsaðgang að pláss í opnum þyngdarflokki karla. Það eru einungis 16 pláss í opnum þyngdarflokki karla.

Eftir að keppni hefur lokið í opnum þyngdarflokki karla fer fram liðakeppnin. Í hverju liði mega vera þrír keppnismenn og einn varamaður. Hvert félag má bara skrá þrjú lið að hámarki.

Dómarar verða þrír fyrir hverja glímu, einn vallardómari og tveir borðdómarar. Vallardómari er eini aðilinn sem má standa á keppnisvelli á meðan glímu stendur og hefur yfirumsjón með því að sjá um að glíman fari fram eftir settum reglum. Vallardómari sér um að gefa keppendum stig og refistig eftir settum keppnisreglum.

Glímulengd er 6 mínútur og það er stigagjöf alla glímuna. Það er hægt að vinna glímu með eftirfarandi hætti:

· Með því að fá mótherja til þess að gefast upp munnlega eða með því að slá út áður en keppnistími líður (tapout).

· Ef annar keppandi verður ófær um að halda glímu áfram sökum meiðsla eða meðvitundarleysis þá telst hinn keppandinn sigurvegari glímunnar.

· Ef að hvorugur keppandi hefur gefist upp eftir að keppnistíma líður þá sigrar sá keppandi sem hefur fleiri stig samkvæmt stigagjöf.

§ Ef að venjuleg stig eru jöfn þá skal líta til gagnstiga (aukastiga).

§ Ef að venjuleg stig og gagnstig eru jöfn þá fer fram ein framlenging sem er tvær mínútur.

§ Ef að stigagjöf er jöfn eftir fyrstu framlengingu þá fer fram önnur framlenging í tvær mínútur þar sem að sá fyrsti sem að skorar stig eða gangstig telst sigurvegari glímunnar.

§ Ef að staðan er enn jöfn eftir aðra framlengingu þá úrskurða dómarar (vallardómari og tveir borðdómarar) sigurvegara með meirihluta ákvörðun.

· Vallardómari hefur leyfi til þess að stöðva glímu og úrskurða sigurvegara ef hann telur að annar keppandi sé í hættu vegna framvindu glímunnar.

Keppendur skulu fara eftir tilskipunum og ábendingum vallardómara.

Stigagjöf

Stig eru veitt á meðan glímu stendur fyrir eftirfarandi:

· 2 stig Að fella eða kasta andstæðing (takedown)

§ Keppandi fær einungis stig ef hann framkvæmir fellingu eða kast og er talinn af vallardómara stjórna framvindu fellingarinnar eða kastsins með þeim hætti að hann nái andstæðing sínum í gólfið þannig að andstæðingurinn lendi á baki.

§ Ef að keppandi framkvæmir fellingu eða kast en andstæðingnum tekst að snúa við stöðunni í sömu hreyfingu þannig að hann lendir ofan í toppstöðu þá fá báðir keppendur tvö stig.

§ Ef að sá sem framkvæmir fellingu eða kast lendir ofan á andstæðing sínum í stöðu þannig að hann sitji klofvega yfir andstæðing (mount) þá öðlast sá keppandi tvö stig fyrir fellinguna eða kastið og fjögur stig fyrir „mount.“ Keppandinn verður að tryggja stöðuna í þrjár sekúndur til þess að öðlast fjögur stig fyrir „mount.“

· 2 stig Að sópa andstæðing (sweep)

§ Ef að keppandi sem er í botnstöðu en með bakvarðarstöðu (guard) eða hálf-bakvarðarstöðu (half-guard) gagnvart andstæðingi sínum og tekst að snúa við stöðunni þannig að hann lendi ofan í toppstöðu þá fær sá keppandi tvö stig.

§ Ef að keppandinn sem framkvæmir sópun gagnvart andstæðing sínum lendir ofan á honum þannig að hann sitji klofvega yfir andstæðing (mount) þá öðlast sá keppandi tvö stig fyrir sópun og fjögur stig fyrir „mount.“ Keppandinn verður að tryggja stöðuna í þrjár sekúndur til þess að öðlast fjögur stig fyrir „mount.“

§ Ef að keppandi sem er með bakvarðarstöðu eða hálf-bakvarðarstöðu gagnvart andstæðingi sínum nær að framkvæma sópun en tekst ekki að halda toppstöðu í að minnsta kosti þrjár sekúndur og lendir aftur á bakinu eða báðir keppendur standa upp þá fær sá keppandi ekki stig fyrir sópun.

· 2 stig Hné á kvið (knee-ride)

§ Ef að keppanda tekst að setja hné á kvið andstæðings síns án þess að hvíla hitt hnéið á jörðinni og heldur jafnframt með annarri hendinni í annaðhvort kraga eða ermi andstæðings síns og í belti með hinni hendinni í að minnsta kosti þrjár sekúndur þá öðlast sá keppandi tvö stig.

· 3 stig Að komast fram hjá bakvarðarstöðu (passing the guard)

§ Ef að keppanda tekst að komast fram hjá bakvarðarstöðu og ná yfirburðarstöðu á toppnum gagnvart andstæðing sínum í að minnsta kosti þrjár sekúndur þá öðlast sá keppandi þrjú stig.

§ Ef að keppandi sem kemst fram hjá bakvarðarstöðu beint í þá stöðu að hann sitji klofvega yfir andstæðing (mount) þá öðlast sá keppandi þrjú stig fyrir að komast fram hjá bakvarðarstöðu og fjögur stig fyrir „mount.“ Keppandinn verður að ná stjórn á „mount“ stöðunni í að minnsta kosti þrjár sekúndur til að öðlast fjögur stig.

· 4 stig Að sitja klofvega yfir andstæðing (mount)

§ Ef að keppanda tekst að ná yfirburðarstöðu á toppnum þannig að hann sitji klofvega yfir maga andstæðings í að minnsta kosti þrjár sekúndur þá öðlast sá keppandi fjögur stig.

· 4 stig Að ná baki með tveimur krókum (back-mount)

§ Ef að keppanda tekst að tryggja stöðu sína á baki andstæðings með tveimur krókum þá fær hann fjögur stig.

§ Til að öðlast stigin þarf keppandi að tryggja stöðu sína með báðum krókum í að minnsta kosti þrjár sekúndur.

· Gagnstig (aukastig)

§ Gagnstig eru veitt fyrir að framkvæma lás sem er nálægt því að neyða andstæðing til uppgjafar að mati vallardómara. Þessi stig eru talin sjálfstætt frá ofangreindi stigagjöf og geta einungis úrskurðað úrslit glímu ef að glíma endar án uppgjafar keppanda og almenn stigagjöf er jöfn eftir keppnistíma. Einungis eitt gagnstig er veitt í hvert skipti.

· Refsingar

§ Refsingar eru veittar í hvert sinn sem að dómari telur að keppandi sé vísvitandi að draga glímu á langinn eða tefja glímu.

§ Einnig er refsing veitt ef að keppandi neitar að fara að fyrirmælum dómara.

§ Refsing er veitt ef keppandi er staðinn af því að reyna óleyfilegt bragð.

§ Vallardómari í samráði við borðdómara hefur leyfi til að vísa keppanda úr keppni eða enda glímu og lýsa yfir sigurvegara hvenær sem hann telur þörf á því.

§ Refsingar fara þannig fram að andstæðingur keppandans sem telst brotlegur í glímu fær eitt almennt stig bætt við stigagjöf sína.

§ Ef að keppandi er í ráðandi stöðu í glímu en er aðgerðarlaus þá getur valldardómari látið báða keppendur standa upp og hefja glímuna aftur.

§ Ef að vallardómari telur að keppandi sé sífellt að skipta um stöðu
einungis til að safna stigum en ekki að reyna að vinna að því að ljúka glímu með lás þá getur valldardómari hætt að gefa þeim keppanda stig fyrir stöður í glímunni.

§ Dómara-ákvarðanir eru endanlegar, óeðlileg afskipti af dómara vegna ákvarðana er hægt að refsa með því að vísa keppanda endanlega úr keppni með samþykki allra þriggja dómara (vallardómara og keppnisdómara).

§ Óeðlileg afskipti áhorfenda af dómara vegna ákvarðana er hægt að refsa með því að vísa þeim áhorfenda úr húsi með samþykki allra þriggja dómara og framkvæmdarstjóra mótsins.

Aukapunktar

· Markmið glímunnar er að ná að sigra með uppgjöf andstæðings

· Keppandi má draga andstæðing sinn niður með sér í gólfið jafnvel þó að hann sé ekki að reyna að framkvæma lás í þeirri hreyfingu. (pulling guard)

§ Sá keppandi sem reynir að draga andstæðing sinn með sér í gólfið verður þó að hafa grip á galla andstæðings síns.

§ Ef að keppandi reynir að draga andstæðing sinn með sér í gólfið en missir gripið og lendir í sitjandi stöðu á gólfinu þá er það ákvörðun andstæðingsins sem er enn standandi hvort að hann sækji eða bakki en þá gefur dómari sitjandi keppanda merki um að standa upp ef andstæðingurinn bakkar.

Leyfileg og óleyfileg brögð

· Leyfileg brögð

§ Öll svæfingartök, naktar (án fatnaðs) og með fatnaði.

§ Allir handarlásar, axlarlásar og únliðslásar.

§ Allir fótalásar sem eru ekki snúandi fótalásar.

· Óleyfileg brögð

§ Það má ekki kýla, sparka, bíta eða pota í líkamsop.

§ Það má ekki rífa í hár.

§ Það má ekki pota í sár eða vísvitandi valda skaða.

§ Það má ekki reyna að snúa háls í óþægilega stöðu (neck crank).

§ Það má ekki framkvæma lás sem snýr upp á hryggjaliði.

§ Það má ekki framkvæma snúandi fótalása.

§ Það má ekki lyfta manni sem liggur á baki í loftið og skella honum í gólfið.

§ Ef gripið er í fingur þá verður að grípa í að minnsta kosti þrjá fingur í einu.

§ Það má ekki vísvitandi snúa upp á fingur og/eða tær.

Það má vera að ofangreindur listi sé ekki tæmandi og því skal spyrja út í vafamál með hvort eitthvað megi eður ei á fundi sem verður haldinn á mótsdegi. Dómarar áskilja sér rétt til að banna ákveðin brögð þó þau hafi ekki verið tilgreind á ofangreindum lista. Það er ítrekað við keppendur að sýna ávallt íþróttamannslega hegðun og er reiknað með því að keppendur hafi vit og þekkingu til að framkvæma ekki aðgerðir sem líklegt er að valdi líkamlegum skaða. Ef að dómari telur að keppandi hafi brotið af sér með því að stofna vísvitandi til líkamsskaða á öðrum keppanda þá skal þeim keppanda umsvifalaust vísað úr keppni.